Eftir stórtónleikana í Listagilinu á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöldið 29. ágúst, í tengslum við Akureyraravöku, þar sem koma fram meðal annars Jónas Sig, Lay Low og Samúel Samúelsson, verður efnt til friðarvöku í kirkjutröppunum. Kveikt verður á um þúsund útikertum í þágu heimilisfriðar og heimsfriðar. Kertin verða til sölu í miðbænum á 500 kr. Ágóðinn rennur til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Súlur,björgunarsveitin á Akureyri verkstýrir kertaafhendingunni í samvinnu við sjálfboðaliða frá Soroptimistaklúbb Akureyrar,Zontaklúbb Akureyrar, Aflið og fl.