Þungfært á Akureyri-Lögreglubíll sat fastur

Fólk á Akureyri er beðið um að halda sig innandyra þar sem víða er þungfært og veður fer versnandi. Nokkuð hefur verið um að Lögreglan á Akureyri og Björgunarsveitin Súlur hafi aðstoðað ökumenn í bænum. Eins hefur lögreglan sjálf þurft á aðstoð að halda en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Sævar Geir Sigurjónsson tók um hádegisbilið í dag, var lögreglan með pikkfastan bíl fyrir utan lögreglustöðina.

Nýjast