Þung færð víða á Akureyri

„Hverfin í efri hluta bæjarins eru þungfær og við ryðjum götur og gönguleiðir fram eftir degi,“ segir Gunnþór Hákonarson bæjarverkstjóri á Akureyri. Vonsku veður er á Akureyri og mikil snjókoma. Á Eyrinni eru hliðargötur sömuleiðs að verða þungfærar. Gunnþór segir að byrjað verði snemma í fyrramálið að ryðja götur bæjarins.

Á Norðurlandi eystra eru ófært og stórhríð á flestum leiðum austan Eyjafjarðar. Ófært og stórhríð er á Öxnadalsheið, þungfært í Öxnadal og frá Dalvík í Hjalteyri. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Meðfylgjandi mynd var tekin á Eyrinni á Akureyri, þar er eins og áður segir víða þungfært.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast