Þrýst verði á að fjármagn fáist frá Vegagerðinni til framkvæmda

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var til umfjöllunar fundargerð frá síðasta fundi framkvæmdaráðs. Þar lagði deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, fram endurskoðaða forgangsröðun vegaframkvæmda frá júlí 2008 vegna vinnu Vegagerðarinnar að gerð nýrrar samgönguáætlunar fyrir Alþingi.  

Áður samþykkt samgönguáætlun Vegagerðarinnar gerði ekki ráð fyrir fjármagni til Akureyrar fyrr en á árunum 2015-2018. Nú þegar á Vegagerðin óuppgert við Akureyrarbæ vegna framkvæmda við undirgöng undir Hörgárbraut á síðasta ári. Framkvæmdaráð samþykkti framlagðar tillögur og lagði áherslu á að núverandi skuld verði greidd sem fyrst og að fjármagn til framkvæmda á Akureyri samkvæmt samþykktri þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar verði tryggt. Framkvæmdaráð beindi því jafnframt til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að málinu.

Nýjast