Áður samþykkt samgönguáætlun Vegagerðarinnar gerði ekki ráð fyrir fjármagni til Akureyrar fyrr en á árunum 2015-2018. Nú þegar á Vegagerðin óuppgert við Akureyrarbæ vegna framkvæmda við undirgöng undir Hörgárbraut á síðasta ári. Framkvæmdaráð samþykkti framlagðar tillögur og lagði áherslu á að núverandi skuld verði greidd sem fyrst og að fjármagn til framkvæmda á Akureyri samkvæmt samþykktri þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar verði tryggt. Framkvæmdaráð beindi því jafnframt til bæjarráðs að þrýsta á um að fjármagn fáist frá Vegagerðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að málinu.