Þrumur og eldingar á Akureyri

Suddaveður er á Akureyri í dag. Mynd/Þröstur Ernir
Suddaveður er á Akureyri í dag. Mynd/Þröstur Ernir

Veðurstofa Íslands varar við því að þrumuveður á Norðausturlandi verði fram eftir degi en þrumur og eldingar hafa gert var við sig á svæðinu, þar á meðal á Akureyri. „Það er ótrúlegur hávaði sem fylgir þessu og maður var hálf skelkaður,“ segir íbúi á Akureyri í samtali við Vikudag. Veðurstofan bendir fólki á að halda sig frá vatni og leita skjóls í bílum eða húsum en alls ekki í hellum eða undir trjám.

„Ef hárið á ykkur eða fólkinu í kringum ykkur fer að standa upp í loft á ekki að gefa sér tíma til að taka mynd, heldur leita skjóls strax. Sé ekki skjól að finna er best að hnipra sig saman og helst standa á öðrum fæti til að hafa sem minnsta jarðtengingu,“ segir á fésbókarsíðu Veðurstofu Íslands.

throstur@vikudagur.is

Nýjast