Þröstur nýr sveitarstjóri Grýtabakkahrepps

Þröstur Friðfinnsson
Þröstur Friðfinnsson

Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Þröstur er Þingeyingur og  uppalinn á Húsavík. Alls sóttu 21 um starfið. Þröstur lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Dögun ehf. eftir 10 ára starf. Þar áður var Þröstur útibússtjóri Landsbanka Íslands  í 15 ár, fyrst á Kópaskeri og síðan á Sauðárkróki. Frá þessu er sagt á Grenivík.is.

Þröstur segir á heimasíðu Grenivíkur að það sé honum mikill heiður en jafnframt áskorun að setjast í stól Guðnýjar Sverrisdóttur, fráfarandi sveitarstjóra, sem hafi skilað frábæru starfi. „Þá líst mér sérlega vel á að vinna með sveitarstjórninni, þar sýnist mér vera mjög hæft og áhugasamt fólk sem segir nokkuð um íbúana almennt. Við hlökkum til að koma á staðinn og kynnast þeim öllum,“ segir Þröstur


Nýjast