Þrjú smit greindust á Norðurlandi eystra

Akureyri.
Akureyri.

Þrjú kórónuveirusmit greindust á Norðurlandi eystra í gær. Nú eru 12 í einangrun í landshlutanum. Hins vegar fækkar um 15 í sóttkví á milli daga og eru nú 51 í sóttkví. Þetta kemur fram á covid.is.

Alls greindust 83 einstaklingar með veiruna í gær og á fjórða þúsund manns eru í sóttkví.


Nýjast