Alls greindust 94 kórónuveirusmitsmit í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust á Norðurlandi eystra en þar eru nú átta í einangrun og 28 í sóttkví.
Eins og greint var frá í morgun greindist starfsmaður Dekkjahallarinnar á Akureyri með smit í gær og var fyrirtækinu lokað tímabundið. Flestir sem eru í einangrun á Norðurlandi eystra eru búsettir á Akureyri.