Þrjú brunaútköll í nóvember

Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki þegar kviknaði í húsi við Norðurgötu.
Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki þegar kviknaði í húsi við Norðurgötu.

Slökkvilið Akureyrar hefur farið í þrjú útköll það sem af er nóvember þar sem eldur hefur verið í byggingu. Um liðna helgi kviknaði í húsi við Norðurgötu á Oddeyrinni, þrjár íbúðir voru í húsinu, sem var gamalt, bárujárnsklætt timburhús. Engan sakaði en eignatjón er umtalsvert. Þá var eitt útkall í lok október þar sem eldur var í byggingu og útköllin vegna elds hafa því verið fjögur á skömmum tíma.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir svona tíða bruna vera sjaldgæfa. „Þetta er óvenjulegt að þurfa að takast á við svona marga alvarlega bruna hér á okkar svæði á stuttum tíma. Þrír síðustu brunar hafa verið í mjög gömlum húsum á íslenskan mælikvarða,“ segir Ólafur.

Spurður hvort þessi fjöldi bruni geti gefið kynna að skortur sé á reykskynjurum í húsum segir Ólafur að reykskynjarar af einhverju tagi verið í öllum húsunum. „En þetta vekur spurningar um hvort ekki sé nauðsynlegt að í svona gömlum húsum séu samtengdir skynjarar eða brunaviðvörunarkerfi sem láti alla íbúa vita ef kemur reykur í húsinu,“ segir Ólafur Stefánsson.


Nýjast