Þrjár konur á vakt hjá Slökkviliðinu í fyrsta sinn

Fyrstu þrjár konurnar sem eru saman vakt hjá Slökkviliðinu á föstudaginn var. F.v. á mynd; Bryndís B…
Fyrstu þrjár konurnar sem eru saman vakt hjá Slökkviliðinu á föstudaginn var. F.v. á mynd; Bryndís Bjarnadóttir, Eydís Sigurgeirsdóttir og Jófríður Stefánsdóttir.

Söguleg tímamót voru hjá Slökkviliðinu á Akureyri í síðustu viku en þá voru þrjár konur á sömu vakt og þar af leiðandi jafnt kynjahlutfall. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Slökkviliðsins sem þrjár konur eru á einni og sömu vaktinni.

Í byrjun ársins var ákveðið að auglýsa sérstaklega eftir konum til starfa í Slökkviliðinu á Akureyri. Var þetta gert á grundvelli 26. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig var vísað til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störf en verulega hefur hallað á hlut kvenna í Slökkviliði Akureyrar.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir þetta ánægjulega þróun. „Fyrir ári síðan var enginn kona starfandi í slökkviliðinu og þetta eru því mikil framför í að jafna kynjahlutfallið,“ segir Ólafur.


Nýjast