Þrír sækja um Glerárprestkall

Glerárkirkja.
Glerárkirkja.

Þrír sóttu um stöðuna við Glerárprestakall á Akureyri; þau sr. Jóna Lovísa Jóns­dótt­ir, sr. Sindri Geir Óskars­son og sr. Stef­an­ía Guðlaug Steins­dótt­ir. Í Gler­ár­prestakalli er ein sókn, Lög­manns­hlíðarsókn, með rúm­lega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Gler­ár­kirkju.

Gunn­laug­ur Garðars­son lætur af störfum í Glerárkirkju vegna aldurs. Bisk­up Íslands mun veita embætt­ið nýjum aðila frá og með 1. fe­brú­ar 2020. Greint var frá þessu á vefnum kaffid.is.   


Nýjast