Þrír leikir fara fram í Boganum í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Í A- deild Lengjubikars kvenna mætast Þór/KA og Breiðablik kl. 13:00. Liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig.
Í A- deild Lengjubikars karla tekur Þór á móti ÍA kl. 15:00. ÍA er með 13 stig í öðru sæti riðils 1, en Þór er í þriðja sæti með 10 stig og á því enn möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Þá mætast Tindastóll og Höttur í B- deild Lengjubikars karla kl. 17:00.