Sæfari átti eftir rúmlega klukkutíma siglingu til Grímseyjar þegar óhappið varð og var skipinu þegar snúið til lands á ný. Sigurjón Herbertsson skipstjóri vildi ekki gera mikið úr atvikinu þegar Vikudagur hitti hann um borð nú undir kvöld en Sæfari hafði þá verið tekið upp í dráttarbraut Slippsins Akureyri. "Við fengum á okkur smá hnút, sem alltaf getur gerst úti á sjó. Það brotnuðu þrír gluggar framan á farþegarýminu. Engum varð meint af en eitthvert tjón hlaust af," sagði Sigurjón.
Sæfari var í sinni síðustu ferð að sinni og var á leið í viðhald hjá Slippnum. Þar verður unnið við skipið í þessari viku.