Þrír leikmenn frá Akureyri hafa verið valdir í leikmannahóp U19 ára landslið karla í knattspyrnu sem leikur þrjá leiki í undankeppni EM í Bosníu dagana 7.-12. október nk.
Þetta eru þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukar Heiðar Hauksson frá KA og Gísli Páll Helgason frá Þór. Mótherjar Íslendinga verða auk heimamanna í Bosníu, Norður- Írland og Búlgaría.