Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Akureyri

Þrír voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir mjög harðan árekstur tveggja jeppa á gatnamótum Glerárgötu og Kaupvangsstrætis um kl.15.00 í dag. Allir þrír komust af sjálfsdáðun út úr bílunum og samkvæmt upplýsingum á vettvangi er ekki talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða. Bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir ef ekki ónýtir.  

Á þessum gatnamótum eru umferðarljós. Annar bíllinn ók til suður en hinn bíllinn, sem kom að sunnan, ætlaði að beygja upp í Kaupvangsstræti en ók fyrir bílinn sem var á suðurleið. Höggið var svo mikið að bíllinn sem var á suðurleið kastaðist á milli tveggja umferðarljósa og staðnæmdist töluvert frá gatnamótunum. Þykir mildi að bíllinn skyldi ekki hafa hafnað á öðru hvoru umferðarljósinu, þar sem bilið á milli þeirra er ekki mikið.  

Nýjast