Á þessum gatnamótum eru umferðarljós. Annar bíllinn ók til suður en hinn bíllinn, sem kom að sunnan, ætlaði að beygja upp í Kaupvangsstræti en ók fyrir bílinn sem var á suðurleið. Höggið var svo mikið að bíllinn sem var á suðurleið kastaðist á milli tveggja umferðarljósa og staðnæmdist töluvert frá gatnamótunum. Þykir mildi að bíllinn skyldi ekki hafa hafnað á öðru hvoru umferðarljósinu, þar sem bilið á milli þeirra er ekki mikið.