04. mars, 2010 - 14:25
Fréttir
Nýr formaður Samfylkingarinnar á Akureyri verður kjörinn á aðalfundi félagsins í kvöld, en Jón Ingi Cæsarsson, sem verið
hefur formaður sl. 9 ár, eða frá stofnun Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þrír einstaklingar sækjast eftir
formannsembætinu, þau Helena Þ. Karlsdóttir varaformaður, Hallur Heimisson gjaldkeri og Ingi Rúnar Eðvarsson.
Jón Ingi segir að kominn sé tími til að draga sig í hlé, enda sé nauðsynlegt að endurnýja forystuna reglulega. Jón Ingi
hefur verið í stjórnum jafnaðarmannafélaga á Akureyri frá árinu 1977. Aðalfundurinn fer fram í Lárusarhúsi og hefst kl.
20.00. Á dagskrá eru venuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál.