Sá knái kappi Harry Potter verður fertugur á morgun og heldur Amtsbókasafnið á Akureyri upp á tímamótin með þriggja daga Potterhátíð. Hún hófst í gær og henni lýkur á morgun, föstudag.
Boðið er upp á leiki í anda Potter og félaga hana, flóttaherbergi, galdrakústasmiðju Quidditch og margt fleira.
Amtið hélt fyrst upp á afmæli Potters árið 2017, en veisluhöldin í ár eru heldur veglegri en áður enda stórafmæli að þessu sinni.
Rúmlega 20 ár eru frá því fyrsta bókin um galdrastrákinn kom út í London. Síðan hafa fleiri bæst við og í allt hafa þær selst í um 500 milljónum eintaka. Bókaflokkurinn er sá mest seldi í sögunni. Potterhátíðin er hluti af Listasumri.