Þriggja bíla árekstur í Þórunnarstræti á Akureyri

Þriggja bíla árekstur varð í Þórunnarstræti á Akureyri um kl. 16.00 í dag. Lögreglubíll á leið upp Þórunnarstræti hafnaði aftan á bíl á móts við leikskólann Hólmasól og kastaðist sá bíll á þriðja bílinn. Meiðsli á fólki voru minni háttar að sögn lögreglu en bílarnir skemmdust  nokkuð. Lögreglubíllinn var á leið í útkall þegar óhappið varð.  

Mikil hálka var á götum Akureyrar í morgun, enda snjóaði þá töluvert og fékk lögreglan tilkynningu um þrjú önnur minni háttar umferðarhöpp frá því í morgun. Upp úr hádegi voru götur að mestu orðnar auðar á ný.

Nýjast