Þriggja bíla árekstur á Akureyri

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis nú skömmu eftir hádegið, þar sem tveir bílar skullu saman á gatnamótunum og annar þeirra kastaðist á þriðja bílinn. Aðeins ökumennirnir voru í bílunum og fór einn þeirra til skoðunar á slysadeild FSA en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Tveir bílanna skemmdust nokkuð.  

Ökumaður bílsins sem ók norður Glerárgötu og var á leið upp Þórunnarstræti, ók í veg fyrir bíl sem á var leið suður Glerárgötu. Bíllinn sem var leið upp Þórunnarstræti, kastaðist við áreksturinn framan á lítinn sendibíl, sem var stopp við umferðarljósin neðst í Þórunnarstræti. Bíllinn á suðurleið, snérist hins vegar við og hafnaði upp á gangstétt í nánast öfugri akstursstefnu.

Nýjast