Ökumaður bílsins sem ók norður Glerárgötu og var á leið upp Þórunnarstræti, ók í veg fyrir bíl sem á var leið suður Glerárgötu. Bíllinn sem var leið upp Þórunnarstræti, kastaðist við áreksturinn framan á lítinn sendibíl, sem var stopp við umferðarljósin neðst í Þórunnarstræti. Bíllinn á suðurleið, snérist hins vegar við og hafnaði upp á gangstétt í nánast öfugri akstursstefnu.