Þriggja bíla árekstur

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Borgarbrautar og Dalsbrautar á Akureyri um miðjan dag í dag. Bíl var ekið af Borgarbraut inn á Dalsbraut og á bíl þar sem kastaðist við áreksturinn á þriðja bílinn

Engin slasaðist í árekstrinum en svo miklar voru skemmdirnar á bílunum að flytja varð þá alla af vettvangi með kranabíl. Að sögn lögreglu nú um kvöldmatarleytið urðu 4 árekstrar í dag en hvergi meiðsl á fólki. Færð í bænum hefur verið þung í dag eftir mikla snjókomu síðustu nótt.

Nýjast