“Þetta var bara í einu orði sagt alveg frábært, við erum þreyttir en ánægðir,” sagði Sigfús Helgason formaður Þórs, aðspurður um hvernig ástandið hefði verið um verslunarmannahelgina á tjaldstæði Þórs við Norðurorku.
“Það er full ástæða til þakka öllum þeim gestum sem komu á tjaldstæðið fyrir komuna og við höfum samanburð frá því fyrir um tveimur árum þegar tjaldstæðið var við Hamar, og það er alveg greinilegt að þetta var ekki sama fólkið. Þarna komu krakkarnir til þess að skemmta sér og voru í alla staði aldursflokki sínum til sóma, og við hlökkum bara til næstu verslunarmannahelgar” sagði Sigús sem að lokum vildi hrósa Margréti Blöndal fyrir góðan undirbúning fyrir hátíðina og starfsmönnum Akureyrarbæjar sem undirbjuggu tjaldstæðið fyrir Þór.