Dagskráin hefst á slaginu kl. 19.00 þegar kveikt verður í brennunni og stendur dagskráin í um klukkustund. Auk púka, trölla og
ýmissa kynjavera mun söngvarinn Heimir Bjarni Ingimarsson mæta með gítarinn og Einar "einstaki" töframaður sýnir listir sínar.
Líkt og í fyrra þá er Akureyringum og nærsveitarmönnum boðið frítt á þennan viðburð. Fólk er hvatt til
þess að fjölmenna, eiga notalega stund og kveðja árið með viðeigandi hætti. Er þetta allra síðasta tækifærið til
þess að hitta jólasveinanna áður en þeir halda aftur til fjalla.
Þótt saga Þrettándagleði Þórs nái aftur til ársins 1925 eru til öruggar heimildir (Jónsbók) fyrir því að
fyrsta áramótabrenna Þórs var haldin á gamlársdag stofnár félagsins eða 1915. Frá árinu 1943 og allar götur til
ársins 1970 var Þrettándagleðin haldin á tveggja ára fresti og frá árinu 1971 hefur þessi viðburður verið haldinn árlega
ef undanskilið er árið 2008 þegar félagssvæði Íþróttafélagsins Þór var undirlagt vegna framkvæmda við
uppbyggingu svæðisins vegna Landsmóts UMFÍ sumarið 2009.