Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs sagði að leitað hafi verið til fyrirtækja um styrkja samkomuna en það hafi ekki gengið sem skyldi "og við skiljum það mjög vel að fyrirtæki skuli halda að sér höndum. Hins hefur Jóhannes Jónsson í Bónus ákveðið af sínum rausnarskap, að fjármagna flugeldasýninguna. Jóhannes hefur jafnan reynst okkur vel og fyrir það erum við þakklátir," sagði Sigfús.
Þrettándagleði Þórs féll niður á síðasta ári og sagði Sigfús að sú ákvörðun hafi fallið í grýttan jarðveg, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. "Við ákváðum að prófa að vera með þrettándagleðina á svæðinu við Réttarhvamm að þessu sinni, enda skiptir brennan miklu máli og það er ekki gott að vera með brennu inn í Boga," sagði Sigfús, sem vonast til að sem allra flestir bæjarbúar taki þátt í þrettándagleðinni á föstudag.