Þorvaldur Lúðvík í tímabundið leyfi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fundaði í dag vegna ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra félagsins. Stjórnin hefur orðið við ósk hans um tímabundið leyfi frá starfsskyldum framkvæmdastjóra.

Oddi Helga Halldórssyni stjórnarformanni AFE hefur verið falið að sinna opinberum skyldum félagsins á meðan.

Stjórn óskaði jafnframt eftir því við Þorvald Lúðvík að hann sinnti áfram öðrum verkefnum sem hann hefur haft með höndum fyrir félagið. Þorvaldur Lúðvík mun því áfram sinna störfum fyrir félagið, segir í tilkynningu frá stjórn AFE.

Þorvaldur Lúðvík, Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis og Jóhannes Baldursson, einn af stjórnendum Glitnis,  hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í Stím málinu svokallaða, sem snýst um milljarða króna lánveitingar Glitnis skömmu fyrir hrun.

Nýjast