Þórsvöllurinn var ranglega merktur í fyrra

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrar var farið yfir ágalla sem komið hafa upp á nýju stúkunni á Þórsvæðinu, merkingum á Þórsvellinum og sigi á Sunnuhlíðarsvæði. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar bendir á að ekki er um stóra ágalla að ræða á knattspyrnuvellinum en af  einhverjum ástæðum hafa þeir sem merktu völlinn í júlí árið 2009 merkt völlinn ranglega.    

Leitað verður eftir úttekt KSÍ á vellinum og hann merktur að nýju. Varðandi stúkuna var óháður aðili fenginn til að meta ástæður leka og það tjón sem af hefur hlotist og koma með tillögur að úrbótum. Keppni í 1. deild karla á Íslandsmótsinu í knattspyrnu hefst á sunnudag og eiga Þórsarar heimaleik gegn Fjölni og fer leikurinn fram á Þórsvellinum.

Nýjast