Þorsteinn og Vesna leikmenn ársins hjá Þór

Þorsteinn Ingason og Vesna Smiljkovic voru kosinn leikmenn ársins í meistaraflokki Þórs í knattspyrnu á lokahófi knattspyrnudeildar félagsins sem fram fór sl. helgi á „gamla” Oddvitanum, en bæði spiluðu þau lykilhlutverk með Þórs liðinu í sumar. Þá voru þau Sveinn Óli Birgisson og Eva Hafdís Ásgrímsdóttir valinn leikmenn ársins í 2. flokki.

Einnig voru veitt heiðursverðlaun fyrir vel unnin störf í þágu knattspyrnudeildar félagsins og að þessu sinni voru heiðraðir þeir Reynir Eiríksson og Þóroddur Hjaltalín yngri. Þá var Ármann Pétur Ævarsson valinn „Mjölnismaður ársins” af stuðningsmannaliði Þórs.

Viðurkenningar hlutu eftirfarandi leikmenn:

Leikmenn ársins

Mfl. karla: Þorsteinn Ingason

Mfl. kvenna: Vesna Smiljkovic

2. fl. karla: Sveinn Óli Birgisson

2. fl. kvenna: Eva Hafdís Ásgrímsdóttir

Leikmaður leikmanna

Mfl. kvenna: Vesna Smiljkovic

Mfl. karla: Ármann Pétur Ævarsson

2. fl.  kvenna: Silvía Rán Sigurðardóttir

2.fl. karla: Sveinn Óli Birgisson

Efnilegasti leikmaðurinn

Mfl. kvenna: Silvía Rán Sigurðardóttir

Mfl. karla: Atli Sigurjónsson

2. fl. kvenna: Inga Rakel Ísaksdóttir

2. fl. karla: Ingimar Hlynsson

Nýjast