Þór/KA skellti meisturunum

Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í dag.
Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í dag.

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og skellti Íslandsmeisturum Stjörnunnar 3-1 á heimavelli í dag í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en vegna veðurs var leikið innan dyra í Boganum. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tíu mínútna leik með marki úr vítaspyrnu, eftir að boltinn virtist hafa farið í hönd leikmanns Þórs/KA. Heimamenn jöfnuðu metin skömmu fyrir leikhlé með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom Katrín Þór/KA 2-1 yfir með marki af stuttu færi og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Sandra María Jessen þriðja mark heimamanna og gulltryggði sigur Þórs/KA.

Nýjast