Þór/KA sækir Fylkir heim í kvöld

Heil umferð fer fram í kvöld í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu þar sem Þór/KA sækir Fylkir heim á Fylkisvöllinn kl. 19:15. Eitt stig skilur liðin að fyrir leikinn í kvöld, Þór/KA hefur sjö stig í þriðja sæti en Fylkir hefur sex stig í því sjötta.

 

Eftir tap Þórs/KA gegn Val í síðustu umferð er ljóst að norðanstúlkur mega illa við því að misstíga sig, ætli liðið sér að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Aðrir leikir kvöldsins í Pepsi- deildinni eru:

Haukar- KR

Valur- Stjarnan

Breiðablik- Afturelding

Grindavík- FH

Nýjast