Þór/KA Rey Cup meistarar í 3.flokki

Stelpurnar í Þór/KA eru Rey Cup meistarar A liða /Mynd Geir A. Guðsteinsson
Stelpurnar í Þór/KA eru Rey Cup meistarar A liða /Mynd Geir A. Guðsteinsson

Stelpurnar í Þór/KA eru Rey Cup meistarar A liða og B liðið vann til silfurverðlauna. Þá fékk Þór/KA Háttvísisverðlaun KSÍ og Landsbankans. A liðið fékk ekk á sitt eitt einasta mark í mótinu.

Rey Cup er alþjóðleg knattspyrnuhátíð sem haldin er í Reykavík og lauk henni í gær.

Aldursbil þátttakenda á Rey Cup er 13-16 ára og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins, fyrir þennan aldur, þar sem um eða yfir 1.400 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér.


Nýjast