Þór/KA komið í undanúrslit Lengjubikarins

Þór/KA er komið í undanúrslit Lengjubikarskeppni kvenna í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í Mýrinni í dag. Þau fjögur lið sem leika í undanúrslitum eru Þór/KA, Valur, Breiðablik og Fylkir.

Í undanúrslitum mætast annars vegar Þór/KA og Valur og hins vegar Breiðablik og Fylkir. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 29. apríl nk. Leikur Þórs/KA og Vals fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:15.

Nýjast