Þór/KA heldur toppsætinu

Sandra María Jessen (t.h.) skoraði tvívegis í kvöld.
Sandra María Jessen (t.h.) skoraði tvívegis í kvöld.

Þór/KA er komið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu eftir 6-2 sigur gegn Selfossi á útivelli í kvöld. Á sama tíma gerðu Stjarnan og ÍBV jafntefli, 2-2, í toppslag og því sitja norðanstúlkur einar á toppnum. Sandra María Jessen skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í kvöld og þær Kayle Grimsley, Lára Einarsdóttir, Tahnai Annis og Lillý Rut Hlynsdóttir sitt markið hver. Melanie Adelman og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu mörk heimamanna.

Þór/KA hefur nítján stig í efsta sætinu, Stjarnan og Breiðablik hafa sautján stig í öðru og þriðja sæti og ÍBV sextán stig í fjórða sæti.

Nýjast