Þorbjörn og Björgvin sigruðu Nýárstölt Léttis

Fyrsta mót ársins hjá Hestamannafélaginu Létti fór fram um liðna helgi í hinni nýju og glæsilegu reiðhöll félagsins. Um var að ræða innanfélagsmót sem bar nafnið Nýárstölt og tóku þar þátt 23 keppendur í tveimur flokkum, A-flokkur (vanir) og B-flokkur (óvanir).

Í flokki hinn óreyndu sigraði Björgvin Helgason á Pólstjörnu frá Akureyri. Annar varð Jónas Bergsveinsson á Jörundi frá Draflastöðum og í þriðja sæti varð Óli Svansson á Leiftri frá Tungu.

Í flokki hinna reyndu knapa sigraði Þorbjörn H. Mattíhíasson á Úði frá Húsavík, Anna Catharina Grós á Glóð frá Ytri-Bægisá varð í öðru sæti og í þriðja varð Ásdís Helga Sigursteinsdóttir á Von frá Árgerði.

Nýjast