Þór vann en KA tapaði

Jóhann Helgi Hannesson skoraði annað mark Þórs i dag.
Jóhann Helgi Hannesson skoraði annað mark Þórs i dag.

Þór hóf 1. deildina í knattspyrnu karla með 2-0 sigri gegn Leikni R. á heimavelli í dag en KA-menn töpuðu 2-3 gegn ÍR á útivelli. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik á Þórsvelli lifnaði yfir leiknum í þeim seinni og Sigurður Marinó Kristjánsson kom Þór yfir á 63. mínútu með skoti sem fór af leikmanni Leiknis og í netið. Sigurður Marinó lagði svo upp síðara mark Þórs sem kom fimm mínútum fyrir leikslok, en það skoraði Jóhann Helgi Hannesson af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Sigurði.

Guðmundur Óli Steingrímsson kom KA yfir á ÍR-velli seint í fyrri hálfleik en Jón Gísli Ström jafnaði fyrir ÍR snemma í þeim seinni. Nigel Quashie kom ÍR yfir á 65. mínútu en Jóhann Helgason jafnaði metin fyrir KA níu mínútum fyrir leikslok. Það var svo fyrrum leikmaður KA, Elvar Páll Sigurðsson, sem tryggði ÍR sigur með marki á lokamínútum leiksins.

Nýjast