07. febrúar, 2010 - 16:55
Fréttir
Þór Akureyri náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Hrunamönnum sl. föstudagskvöld í 1. deild karla í körfubolta, er
liðið beið lægri hlut fyrir Þór frá Þorlákshöfn, 74:92, í Þorlákshöfn í dag. Wesley Hsu var stigahæstur
í liði Þórs í dag með 19 stig. Þór Ak. er í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig en Þór Þ.
í 5. sæti með 16 stig. Í 1. deild kvenna komst Þór hins vegar aftur á sigurbraut er liðið sigraði Stjörnuna, 48:41,
í Síðuskóla í gær.
Hulda Þorgilsdóttir var stigahæst í liði Þórs með 13 stig, Rut Konráðsdóttir skoraði 11 stig og næst henni kom Linda
Hlín Heiðarsdóttir með 10 stig.
Eftir leikinn eru Þór og Stjarnan jöfn að stigum í deildinni með 10 stig hvort, Þór í þriðja
sæti en Stjarnan í því fjórða.