Þór tapaði stórt gegn Fjölni í fyrsta leik liðanna

Þór steinlá gegn Fjölni í kvöld með 40 stiga mun er liðin mættust í Dalhúsi í fyrsta umspilsleiknum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 83:43 fyrir Fjölni. Rut Konráðsdóttir var stigahæst í liði Þórs í leiknum með 17 stig og Erna Magnúsdóttir kom henni næst með 9 stig.

Fjölnir hefur þar með tekið 1:0 forystu í einvígi liðanna um sæti í úrvalsdeild í haust. Tvo leiki þarf til þess tryggja sér sigurinn í deildinni og verður næsti leikur á sunnudaginn kemur kl. 15:30 í Íþróttahúsi Síðuskóla.

Nýjast