Þór sigraði og tryggði sér oddaleik

Þór tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn Val um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta með þriggja stiga sigri í Vodafonehöllinni í kvöld, 76:73, í öðrum leik liðanna í úrslitum 1. deildarinnar. Staðan í rimmunni er því 1:1 og munu liðin mætast í hreinum úrslitaleik á miðvikudaginn kemur á Akureyri um hvort liðið fylgir Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeildina.

Konrad Tota fór fyrir stigaskorun í liði Þórs í kvöld með 20 stig og þeir Dimitar Petrushev og Óðinn Ásgeirsson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Valsmönnum var Calvin Wooten langstigahæstur með 32 stig og Philip Perre skoraði 19 stig. 

Nýjast