Þór sigraði í nágrannaslagnum

Þór og KA mættust í gær í miklum nágrannaslag í Visa-bikarkeppni karla á Akureyrarvellinum. Um 1500 manns mættu á völlinn og var stemmningin mjög góð meðal áhorfenda og ekki skemmdi fyrir að leikurinn var ágætis skemmtun.

Fóru leikar svo að Þór vann 1-0 með marki Ármanns Péturs Ævarssonar um 15 mín. fyrir leikslok, þegar hann fylgdi eftir skoti Péturs Heiðars Kristjánssonar sem Matus Sandor í marki KA hafði varið vel.

Þórsarar eru því komnir áfram í Visa-bikarnum en KA er úr leik. Nánari umfjöllun um leikinn ásamt viðtölum við þjálfara liðanna, þá Lárus Orra Sigurðsson úr Þór og Pétur Ólafsson úr KA, birtist í Vikudegi á fimmtudag.

Nýjast