Þór og Fylkir skildu jöfn í Boganum

Þór og Fylkir gerðu í dag 3:3 jafntefli er liðin áttust við í Boganum í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Þór komst 3:0 yfir í leiknum með mörkum frá Sigurði Marinó Kristjánssyni, Jóhanni Helga Hannessyni og Atla Sigurjónssyni og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Fylkir gafst ekki upp og þeir Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson minnkuðu muninn í eitt mark fyrir Fylki þegar skammt var til leiksloka. Það var svo Jóhann Þórhallsson sem jafnaði metinn fyrir Fylki á uppbótartíma og tryggði gestunum stig.

Eftir fjóra leiki er Þór með fjögur stig í sjötta sæti í riðli 2 í A- deild og Fylkir er sæti ofar með fimm stig.

Nýjast