Þór og FH mætast á Þórsvelli í kvöld

Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en Þór og FH mætast á Þórsvelli kl. 18:30 í tvífrestuðum leik. Aðeins munar tveimur stigum á liðunum fyrir leikinn í kvöld, FH hefur átta í stig í sjötta sæti en Þór sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í sumar.

FH var spáð titilinum en liðið tapaði 0:2 gegn KR í síðustu umferð og hafa Hafnfirðingar verið sveiflukenndir í sinni spilamennsku. Á sama tíma komst Þór aftur á sigurbraut með sterkum 2:0 heimasigri gegn ÍBV og freista norðanmenn þess að ná öðrum heimasigrinum í röð í kvöld.

Nýjast