07. maí, 2011 - 17:48
Fréttir
Þórsarar gerðu góða ferð suður á Laugardalsvöllinn í dag er liðið lagði Fram að velli, 1:0, í annarri umferð
Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Janez Vrenko skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik. Með sigrinum er Þór komið með þrjú
stig eftir tvær umferðir en Fram er án stiga. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag, Stjarnan og Víkingur gerðu
markalaust jafntefli og Fylkir vann ÍBV 2:1.
Næsta umferð deildarinnar fer fram á miðvikudagskvöldið og kemur og þá leikur Þór sinn fyrsta heimaleik er liðið fær
Stjörnuna í heimsókn.