Þór mætir Val í 8- liða úrslitum Lengjubikarins

Þór mætir Valsmönnum í 8- liða úrslitum Lengjubikarskeppni karla í knattspyrnu, en Þór er eina liðið utan úrvalsdeildarinnar sem komst í 8- liða úrslitin. Þór sigraði riðil 1 með 13 stig eftir glæsilegan lokasprett í riðlakeppninni.

Átta liða úrslitin hefjast á fimmtudaginn kemur, sumardaginn fyrsta, og fer leikur Þórs og Vals fram í Boganum kl. 17:15.

Nýjast