Þór tryggði sér annað sætið í 1. deild kvenna í körfubolta með sextán stiga sigri gegn Laugdælingum, 60:44, í Íþróttahúsi Síðuskóla í gær. Þór endar með 18 stig í öðru sæti deildarinnar og mun leika umspilsleiki gegn Fjölni, sem endaði í efsta sæti með 24 stig, um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili.
Rut Konráðsdóttir var stigahæst í liði Þórs í gær með 19 stig, Hulda Þorgilsdóttir skoraði 12 stig og Súsanna Karlsdóttir kom næst með 10 stig. Ekki er enn orðið ljóst hvenær leikir Þórs og Fjölnis fara fram.