Þór tapaði naumlega fyrir Grindavík-B, 57:59, er liðin mættust í Íþróttahúsi Síðuskóla í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Staðan í hálfleik var 22:20 fyrir gestina í Grindavík.
Rut Konráðsdóttir skoraði 13 stig fyrir Þór í leiknum, Linda Hlín Heiðarsdóttir 11 stig og Erna Rún Magnúsdóttir kom næst henni með 9 stig.
Eftir tapið situr Þór áfram í 2. sæti deildarinnar með 10 stig en Gindavík- B er í næstneðsta sæti með 4 stig.