Þór náði ekki fylgja eftir góðum útisigri sínum gegn ÍA í síðustu umferð í 1. deild karla í körfubolta, þegar liðið tapaði í kvöld á heimavelli fyrir Þór frá Þorlákshöfn, 73:85, en leikið var í Síðuskóla.
Wesley Hsu var stigahæstur í liði norðanmanna með 15 stig og næstur kom Bjarki Ármann Oddsson með 13 stig. Í liði gestanna var Zach Allender stigahæstur með 32 stig og Baldur Ragnarsson skoraði 20 stig.
Tapið í kvöld var þriðja tap Þórs í fjórum leikjum í deildinni en liðið hefur 2 stig í deildinni eftir fjórar umferðir.