02. september, 2007 - 22:12
Fréttir
Kvennalið Þórs í 5. flokki varð í kvöld Íslandsmeistarari í knattspyrnu, eftir frækinn sigur á Val í úrslitaleik sem fram fór á Blönduósvelli. Reyndar voru leiknir tveir leikir, fyrst léku B-lið félaganna og hafði Valur betur í þeim leik 4-1 og nægði því jafntefli í leik A-liðanna til að tryggja sér titilinn. A-lið Þórs var ekki á þeim buxunum og vann leikinn 2-1, við mikinn fögnuð fjölmargra stuðningsmanna.