Þór lagði ÍA að velli, 2:0, er liðin mættust í Boganum í dag, í riðli 1 í A- deild Lengjubikarskeppni karla í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði Þór sér sæti í 8- liða úrslitum keppninnar, þar sem Fjarðabyggð lagði Stjörnuna að velli á sama tíma.
Mörk Þórs í leiknum skoruðu þeir Atli Sigurjónsson og Jóhann Helgi Hannesson. Þór er sem stendur í fyrsta sæti riðilsins með 13 stig, en hefur leikið einum leik meira en Grindavík, sem hefur jafn mörg stig í öðru sæti.