Þór hafði betur gegn Skallagrími

Þór landaði naumum sigri gegn Skallagrími, 55:52, er liðin mættust í Síðuskóla í 3. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í gær. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og leiddu gestirnir með þremur stigum í hálfleik, 31:28. Þór reyndist hins vegar sterkari á lokasprettinum og landaði dýrmætum sigri.

Hulda Þorgilsdóttir var stigahæst í liði Þórs í leiknum með 19 stig, Erna Rún Magnúsdóttir skoraði 15 stig, Rut Konráðsdóttir 12 stig og aðrar minna.   

Nýjast