Þór hafði betur gegn ÍA í botnslagnum

Þór vann geysilega mikilvægan sigur á liði ÍA í kvöld, 99:79, er liðin mættust í Íþróttahúsi Síðuskóla í botnbaráttuslag í 1. deild karla í körfubolta, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum með sex stig hvort. Þar með er Þór komið með átta stig í 7. sæti deildarinnar en sigurinn í kvöld var annar sigurleikur liðsins í röð. ÍA er í 8. sæti með sex stig.

Nýjast