Þór hafði betur gegn Ármanni á heimavelli í kvöld

Þór vann nauman þriggja stiga sigur gegn Ármanni í kvöld, 75:72, er liðin áttust við í Íþróttahúsi Síðuskóla í 1. deild karla í körfubolta. Óðinn Ásgeirsson fór fyrir sínum mönnum í Þór og skoraði 15 stig, Baldur Ingi Jónasson og Elvar Sigurjónsson skoruðu 13 stig hvor og Wesley Hsu kom næstur með 12 stig. Í liði Ármanns var Daði Berg Grétarsson stighæstur með 17 stig og þeir Geir Þorvaldsson og Þorsteinn Húnfjörð komu næstir með 15 stig hvor.

Þar með er Þór komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig, en Ármann situr í næstneðsta sæti með átta stig.

Nýjast