Þór fær Skallagrím í heimsókn í kvöld

Þór tekur á móti Skallagrími í kvöld í 1. deild karla í körfubolta kl. 19:15 í Íþróttahúsi Síðuskóla. Fyrir leikinn munar sex stigum á liðunum en Skallagrímur hefur 18 stig í sjötta sæti deildarinnar, en Þór hefur 12 stig í fimmta sæti.

„Þetta hafa verið miklir slagsmálaleikir undanfarið þannig að þetta verður bara skemmtilegur leikur," segir Böðvar Þórir Kristjánsson þjálfari Þórs um leikinn gegn Skallagrími í kvöld, en lengra viðtal við Böðvar má lesa í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast